Gospelnámskeiði lauk með gospelmessu

gospel_web.jpg
Um fimmtíu þátttakendur tóku þátt í gospelnámskeiði sem haldið var nýverið í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði. Því lauk með gospelmessu þar sem afrakstur helgarinnar var sunginn.

Stjórnendur námskeiðsins komu frá Fíladelfíusöfnuðnum, þau Óskar Einarsson, Fanný Kristín Tryggvadóttir og Hrönn Svansdóttir. Þetta í 11 skipti sem námskeiðið hefur verið haldið.

Námskeiðið stóð frá föstudegi til sunnudags og lauk á gospelmessu þar sem sungin voru níu lög sem æfð voru yfir helgina.

Þeir sem treystu sér gátu sungið einsöng.  Sigurbjörg Ingvarsdóttir Hraundal söng Náðarfaðmur, Tinna Hrönn Smáradóttir söng  Kveiktu ljós og Valdís söng Eins og hind. 

Hátt í 200 manns mættu á tónleikana til að njóta tónlistarinnar og skemmta sér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.