Göngumaður sóttur á Hólmatind

Björgunarsveitinar Brimrún frá Eskifirði og Ársól frá Reyðarfirði voru kallaðar út klukkan 00:40 í nótt vegna manns sem hafði ekki skilað sér eftir göngu á Hólmatind. Ættingjar fóru að óttast um manninn þegar líða fór að miðnætti og báðu um aðstoð.

 

Björgunarsveitirnar fóru á staðinn og fundu manninn um hálftíma síðar, um 300 m uppi í hlíðinni en hann hafði snúið fót á leið niður og sóttist ferðin því afar hægt. Hann var einnig orðinn nokkuð kaldur og þrekaður þegar hann fannst. Maðurinn var aðstoðaður niður af fjallinu og komið til byggða.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.