Gleymmérei systur mála Seyðisfjörð rauðan

Gleymmérei er lítið fyrirtæki sem rekið er af þremur systrum á Seyðisfirði.  Gleymmérei sérhæfir sig í sölu á vintage fatnaði, retro style, skarti og ýmiskonar glingri sem höfðar til kvenna á öllum mögulegum aldri.

gleymmerei_systur.jpg,,Gleimmérei er ekki með "opna búð" heldur selur mest á facebook og tekur síðan þátt í alls konar viðburðum hingað og þangað með tískusýningum og almennri gleði.

Erum að halda upp á 1 árs afmælið síðasta vetrardag með dásamlega bjartsýnislegu þema-partý í Herðubreið á Seyðisfirði í samvinnu við Hótel Ölduna  Þemað á síðasta vetrardag er nefnilega BEACH-PARTÝ" segja þær Gleimmérei systur.

 

 

Í fréttatilkynningu frá Gleimmérei systrum segir:    ,,Gleymmérei er eins árs....!!!!
Í samvinnu við Hótel Ölduna, á Seyðisfirði á að fagna með lífi og fjöri og mála bæinn rauðan.
Það verður gleði og gaman, tískusýning, óvænt uppákoma... ... og farið yfir árið með Gleymméreijar-stíl!
Þar sem þetta er síðasti vetrardagur þá var tilvalið að hafa....
STRAND-ÞEMA!!
Það verða beach-party kokteilar og sviðshönnun og skreytingar í takt við það..
Síðan verður geggjuð ball-stemming fram á sumar... við ætlum að dansa inn í sumarið með Matta (úr Pöpunum), Pétri (kenndur við Jesú) og Einari (úr Buff).... GETUR ÞAÐ KLIKKAÐ??
Síðasta vetrardag miðvikudagur 21.apríl n.k. Gleðin hjá Gleymmérei hefst kl.21. Húsið opnar kl.20:30 svo hægt sé að velja sér fallegan strandkokteil áður en dagskráin hefst.
Ballið byrjar kl.23:00 að loknu Gleymmérei-partýinu.
Aðgangur á ballið er 2.000.- krónur en Gleymméreijar-gestir borga 1.500.- krónur ef greitt er við innganginn á afmælispartýinu. Slíkur VIP passi veitir líka afslátt af vörum hjá Gleymmérei þetta sama kvöld af öllum vörum.
 
ATHUGIÐ.... ATHUGIÐ... Allt kvöldið er að sjálfsögðu fyrir konur og karla, stelpur og stráka, pæjur og pönkara (18. ára aldurstakmark).
Mikið væri gaman gaman að fá Gleymmérei-gesti frá nágrannasveitarfélögum, möguleiki er á rútubílaferð.... hafðu samband á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.".

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.