Góðgerðapartý á Egilsstöðum í kvöld

ester_jokulsdottir.jpgBoðað hefur verið til góðgerðarpartýs í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í kvöld til styrktar nýstofnaðs stuðningsfélags á svæðinu fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra.

 

Það er Hera Ármannsdóttir sem býður til veislunnar í tilefni af 45 ára afmæli sínu. Meðal þeirra sem koma fram og gefa vinnu sína eru Creedence Travellin´ Band, Kvartetinn Leifandi, Sædís Sif, Esther Jökuls,  Soffía Karl, Magni og Sextettinn Hátt upp til hlíða. Gestum er velkomið að stíga á stokk.

Partýið stendur frá 21:00 til 01:00. „Þó þú þekkir mig ekkert en hefur áhuga á að styrkja gott málefni þá endilega láttu sjá þig og taktu vini þína með þér,“ segir Hera í boði sínu. „Hlakka til að sjá sem flesta í Sláturhúsinu með sól í hjarta!“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.