Skip to main content

Gáfu hjartastuðtæki til Breiðdælinga

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. maí 2009 15:02Uppfært 08. jan 2016 19:20

Þann 4. maí afhenti Breiðdalsdeild Rauða kross Íslands nýtt hjartastuðtæki til notkunar í íþróttahúsi og sundlaug Breiðdælinga. Tækið er hálfsjálfvirkt PAD-tæki, afar einfalt í notkun og ,,talar" íslensku við þann sem gæti þurft að nota það. Fyrr í vetur fékk björgunarsveitin Eining samskonar tæki að gjöf frá aðstandendum Þórs Rúnars Baker, sem lést í bílslysi í Berufirði, og er það tæki staðsett í Land Rover-bifreið sveitarinnar.

breidalur_hjartastutki.jpg

Mynd: Unnur afhendir Sigga Ella hjartastuðtækið/Breiðdalshreppur