Gestir byggja fjöll úr kubbum - Legókubbar óskast á sýningu!

Gunnarsstofnun og Þórbergssetur eru að leita að gömlum, klassískum, litlum legókubbum til að byggja úr fjöll. Allir litir koma til greina en æskilegt er að sem mest sé af landslagslitunum hvítum, bláum, gráum og grænum.

legofjoll.jpgFram kemur í fréttatilkynningu frá Gunnarsstofnun að ,,upp úr miðjum maí verður opnuð sýningin Fjallasýn sem stendur í sumar bæði á Skriðuklaustri í Fljótsdal og á Hala í Suðursveit. Partur af sýningunni er að skapa fjöll og munu gestir leggja sitt af mörkum við að byggja fjall á hvorum stað úr legókubbum. Byrjað verður með sama grunnform en í lok sumars mun koma í ljós hvort tilfinning manna fyrir fjöllum sunnan og norðan Vatnajökuls er hin sama.

Á sýningunni verða auk heldur listaverk þjóðþekktra málara af Herðubreið, Snæfelli og Öræfajökli auk þess sem dregið verður fram hvernig sýn Íslendinga á hálendið hefur breyst gegnum aldirnar, m.a. í bókmenntatextum.

Þeir sem eru reiðubúnir að gefa legókubba af gömlu gerðinni í þetta skemmtilega verkefni eru vinsamlega beðnir um að hafa samband í síma 471-2990 / 478-1078 eða á netföngin This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.".

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.