Skip to main content

Gengið gegn stríðum á Egilsstöðum í dag

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 24. feb 2024 11:34Uppfært 24. feb 2024 11:34

Tvær göngur og fundir hafa verið boðaðar gegn stríðsrekstri á Egilsstöðum í dag, annars vegar til samstöðu með Palestínu, hins vegar Úkraínu.


Safnast verður saman til að lýsa samstöðu með Palestínu við Egilsstaðakirkju klukkan 14:00. Þaðan verður gengið að Tehúsinu þar sem eiginlegur samstöðufundur klukkan 14:30. Dagskrá hans samanstendur af stuttum ræðum og tónlistarflutningi.

Þá eru í dag liðin tvö ár frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Þess vegna verður gengið til stuðnings Úkraínu frá Egilsstaðakirkju klukkan 16:00 að verslun Nettó. Þar mun úkraínskt fólk meðal annars segja frá ástandinu í heimalandi sínu.

Í báðum tilfellum mun fólk ganga með þjóðfána ríkjanna og spjöld til stuðning málstaðnum.