Gengið gegn stríðum á Egilsstöðum í dag

Tvær göngur og fundir hafa verið boðaðar gegn stríðsrekstri á Egilsstöðum í dag, annars vegar til samstöðu með Palestínu, hins vegar Úkraínu.

Safnast verður saman til að lýsa samstöðu með Palestínu við Egilsstaðakirkju klukkan 14:00. Þaðan verður gengið að Tehúsinu þar sem eiginlegur samstöðufundur klukkan 14:30. Dagskrá hans samanstendur af stuttum ræðum og tónlistarflutningi.

Þá eru í dag liðin tvö ár frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Þess vegna verður gengið til stuðnings Úkraínu frá Egilsstaðakirkju klukkan 16:00 að verslun Nettó. Þar mun úkraínskt fólk meðal annars segja frá ástandinu í heimalandi sínu.

Í báðum tilfellum mun fólk ganga með þjóðfána ríkjanna og spjöld til stuðning málstaðnum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.