Gengið fyrir bættum samgöngum á nýju ári

Göngum-göngum hópurinn, sem vill vekja athygli á bráðri nauðsyn samgönguúrbóta milli Seyðisfjarðar og Héraðs, stendur laugardaginn 2. janúar fyrir göngu upp á Fjarðarheiði, eða nánar tiltekið frá Herðubreið á Seyðisfirði að Skíðaskálanum í Stafdal.  Lagt verður af stað kl. 10.00 stundvíslega. Í Stafdal verður boðið upp á heitt kakó til hressingar. Síðan hafa göngumenn og -konur val um að láta ná í sig eða tölta til baka. Minnt er á að nauðsynlegt er að klæða sig vel og gott að nota öryggisvesti til að sjást betur.

snjlabb.jpg

Göngum-göngum hópurinn hefur staðið fyrir nokkrum göngum yfir Fjarðarheiði síðustu misserin, en þar sem mikil snjóalög eru nú á heiðinni verður ekki gengið yfir hana að þessu sinni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.