Gatnagerð í þéttbýli Fjarðabyggðar
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 03. júl 2009 11:02 • Uppfært 08. jan 2016 19:20
Nú standa yfir endurbætur á þjóðvegum í þéttbýli á Eskifirði, Neskaupstað og Reyðarfirði. Eru það einkum malbiksframkvæmdir og stærsti þáttur þeirra á þjóðbrautinni gegnum Neskaupstað. Er þar um að ræða vegkafla frá gamla frystihúsinu að Mána og frá Netagerðinni að Olís. Einnig er verið að lagfæra skemmdir vegna framkvæmda á vegum RARIK og Mílu,í götum og á gangstéttum.
---
Mynd: Gatnaframkvæmdir/mynd af vef Fjarðabyggðar.