Góðar gjafir til VA

Opið hús var hjá Verkmenntaskóla Austurlands fyrir verðandi nemendur og foreldra í gær. Alcoa Fjarðaál, Vélsmiðja Hjalta og Launafl unnu að því í vetur að útvega skólanum tæki sem vantað hafa fyrir kennslu á málmiðnbraut. Fyrirtækin afhentu skólanum tæki fyrir vökva- og stýratæknikennslu og væntanleg eru tæki sem nýtast munu á rafiðnbraut. Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari VA, segir gjafirnar gríðarlegan styrk fyrir skólann og að tækin muni gera alla kennslu nútímavænni og veita nemendum betri undirbúning fyrir störf þeirra í atvinnulífinu í framtíðinni.

sdc10199.jpg

Nemendur á húsasmíðabraut smíðuðu timburhús sem stendur utan við verkkennsluhúsið og vakti það mikla athygli gesta. Þá var til sýnis ný viðbygging sem tekin var í notkun í janúar. Olga Lísa segir að með henni hafi kennsla í húsasmíði og bóklegum rafiðngreinum batnað til muna.

 sdc10197.jpg

 

Fyrri mynd: Olga Lísa Garðarsdóttir og Hafþór Eiríksson frá Launafli/VA

Seinni mynd: Jóhann Zoega sýnir nýju vökvatækin.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.