Gagnvirt kort af Seyðisfirði

seydisfjordur.jpg

Á netið er komið gagnvirt kort af Seyðisfirði með ýmsum upplýsingum um byggð og mannlíf í Seyðisfirði. Sérstök áhersla er lögð á sterk tengsl við hafið og ströndina.

 

Það er Sagnabrunnur ehf., í samstarfi við Þórunni Eymundardóttur myndlistamann, Bjarka Borgþórsson fornleifafræðing og Borgarmynd ehf., sem standa að baki kortinu sem má finna á vefslóðinni www.sagnabrunnur.is. Á kortinu eru upplýsingablöðrur og þysja þarf inn til að skoða kortið og blöðrurnar í hærri upplausn.

Kortið er hugsað fyrir heimamenn, nemendur og ferðafólk til upplýsingar um strandmenningu og tengingu við nágrannaþjóðir. Um er að ræða lifandi og fjölbreyttan vef þar sem finna má ýmsar upplýsingar um byggð og mannlíf í Seyðisfirði með áherslu á sterk tengsl þess við hafið og ströndina. Þar má finna, auk skrifaðs texta, hljóðupptökur með frásögnum af einstökum atburðum, fjölda  ljósmynda og kvikmyndir svo eitthvað sé nefnt.

Gerð kortsins var fjármögnuð með styrkjum frá AVS-rannsóknarsjóði í sjávarútvegi, Vinnumálastofnun, Menningarráði Austurlands og Brimberg. Vonast er til að styrkir náist til þýðingar á textum á kortinu af íslensku á ensku fyrir sumarlok 2012. Ennfremur er unnið að fjármögnun gagnvirkra korta af sama meiði í Noregi og Labrador í Kanada.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.