Góð veiði í Selfljóti og Gilsá

Um miðjan ágúst höfðu rúmlega 180 veiðst í Selfljóti og Gilsá samkvæmt innkomnum veiðiskýrslum. Eru það 45 laxar, 86 bleikjur og 50 urriðar. 

Athygli vekur að hlutur laxa í aflanum er meiri en undanfarin ár og hefur næstum náð þeirri tölu sem stundum hefur verið ársveiðin á laxi fyrri ár.

09_07_3---salmon_web.jpg

Forsvarsmenn Veiðifélags Selfljóts segja að nú fari í hönd fengsælasta veiðitímabilið í Selfljótinu. Vaxandi eftirspurn sé á veiðileyfum fyrir útlendinga og hafi tveir hópar pantað nokkra daga hvor veiðileyfi  í Selfljótinu. Veiðimönnum er bent á að tryggja sér veiðileyfi sem fyrst. Veiðitímabilinu líkur 20 september.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.