Góð mæting á fræðslufund um einelti

ekkimeir.jpg
Góð mæting var á EKKI MEIR fræðsluerindi Æskulýðsvettvangsins, sem haldið var í Björgunarsveitarhúsinu á Egilsstöðum fyrir skemmstu. 

Ríflega 30 manns tengdir íþróttahreyfingunni, skólakerfinu og ýmiskonar tómstundastarfi fyrir börn hlýddu þar á Kolbrúnu Baldursdóttur sálfræðing fjalla um einelti og viðbrögð við því.
 
Margt gagnlegt kom fram á fyrirlestrinum en hann byggði á bókinni EKKI MEIR sem Kolbrún gaf út nýverið. Á fundinum var aðgerðaráætlun Æskulýðsvettvangsins gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun dreift, en nálgast má áætlunina hér á vef Æskulýðsvettvangsins.
 
Kolbrún hefur farið víða um land á vegum Æskulýðsvettvangsins en hér var það UÍA sem sá um fyrirlesturinn. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.