Skip to main content

Fyrsta úthlutun Nytjamarkaðsins til góðra málefna

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. maí 2009 20:49Uppfært 08. jan 2016 19:20

Siggi Jensson, forsprakki Fjarðaportsins á Reyðarfirði, afhenti Björgunarsveitinni Brimrúnu á Eskifirði peningagjöf að upphæð 50.000 kr.  í vikunni.  Peningarnir eru ágóði af sölu muna úr Nytjamarkaðnum sem er í Fjarðaportinu.

gmul_hsggn.jpg

Munirnir sem eru seldir í Nytjamarkaðnum  koma úr  söfnunargámum sem eru á öllum söfnunarstöðvum í Fjarðabyggð eða koma beint í Nytjamarkað Fjarðaportsins. Með því að veita gömlum hlutum framhaldslíf er dregið úr  sorpmagni í urðun. Félagar úr björgunarsveitinni komu í hálfan dag helgina fyrir opnun og hjálpuðu við að þrífa húsnæði Fjarðaportsins.  Þetta er fyrsta peningaúthlutunin frá Nytjamarkaðnum.