Fyrirhuguð sameining Djúpavogshrepps og Fljótsdalshéraðs rædd við samgönguráðherra

Sveitarstjórar Fljótsdalshéraðs og Djúpavogshrepps hitta samgönguráðherra á stuttum fundi vegna sameiningar sveitarfélaganna tveggja, á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, sem hefst í fyrramálið. Þess er vænst að mál skýrist eftir þann fund.

djpivogurvefur.jpg

Björn Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, sagði samtali við Austurgluggann að hann væri ekki sannfærður um að leggja bæri gífurlega vinnu í sameiningu nú, þegar óvissa er í gangi og verið er að boða breytingar sem miða jafnvel að valdboði í sameiningum sveitarfélaga. ,,Ég er sjálfur hlynntur valdboði að því leyti til að mér finnst að það hafi verið dulið valdboð í gangi; að verið sé að svelta okkur til hlýðni, eins og ég hef oft orðað það. Ég vil frekar gera þetta á sýnilegan hátt og mér er til efs að það sé sjálfgefið að koma myndi afgerandi niðurstaða út úr kosningum núna. Við ætluðum okkur upphaflega að klára þetta fyrir áramót. Ég tel allar líkur á að verði þessu haldið áfram verði miðað við að kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í febrúar eða mars 2010. Ákveðnir hlutir verða þó held ég að skýrast áður en menn leggja meiri vinnu í þetta,“ segir Björn Hafþór.

Ljósmynd:Djúpivogur/Andrés Skúlason

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.