Fullt hús skálda

Ljóðaklúbburinn Hási Kisi og fleiri ljóðskáld á og af Héraði standa fyrir ljóðaviðburðinum „Fullt hús skálda“ í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í kvöld. Kvöldið verður óvenjulegt að því leyti að skáldin munu ekki lesa hvort á eftir öðru heldur verður þeim dreift um húsið og það er hlutverk gesta að finna og hlýða á þau hvert fyrir sig.

Þeim sem auðnast að finna öll skáldin fara í pott og verður dreginn út sigurvegari sem fær bókaverðlaun í boði Hása Kisa. Nokkur skáldanna munu lesa upp í mynd eða hljóðupptöku. Húsið opnar klukkan 20:00 og heitt verður á könnunni.

Skáldin 11 eru Ingunn Snædal, Hrafnkell Lárusson, Ásgrímur Ingi Arngrímsson, Stefán Bogi Sveinsson, Sigurður Ingólfsson, Sveinn Snorri Sveinsson, Urður Snædal, Þorsteinn Bergsson, Lubbi Klettaskáld, Kristján Ketill Stefánsson og Arnar Sigbjörnsson.

Viðburðurinn er haldinn í tilefni af Dögum myrkurs sem eru lista- og menningardagar á Austurlandi og standa þeir frá 4.- 14. nóvember.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.