Fótboltavöllurinn vinsælasti rúnturinn í bænum eftir snyrtiherferð

alcoa_knattspyrnuvollurnesk_web.jpg

Hópur sjálfboðaliða á vegum Fjarðaáls, yfir 70 manns, tók sig saman nýverið til að vinna að endurbótum á íþróttasvæði Þróttar í Neskaupstað. Allt umhverfi íþróttavallarins var fegrað og snyrt, arfi reittur, veggir og geymslur málaðar og nýjar fánastangir settar upp. Árangurinn lét ekki á sér standa: Vinsælasti rúntur bæjarbúa um kvöldið var að aka framhjá íþróttasvæðinu til virða fyrir sér dagsverkið.

 

Á hverju ári taka starfsmenn Alcoa Fjarðaáls saman höndum með nágrönnum sínum og vinna hópverkefni fyrir frjáls félagasamtök eða stofnun í sínu samfélagi. Má nú víða sjá merki þess fyrir austan. Verkefnið á Neskaupstað var eitt svokallaðra Actionverkefna sem Samfélagssjóður Alcoa styrkir með fjárframlögum, en mikil áhersla er lögð á virkt sjálfboðastarf starfsmanna hjá fyrirtækinu um allan heim.

Verkefnið á Neskaupstað var ekki eina Actionverkefni síðustu vikna því á Reyðarfirði unnu rúmlega 20 manns að viðhaldi á 1.300 metra langri mótorcrossakstursbraut Vélhjólaíþróttaklúbbs Fjarðabyggðar til að gera brautina klára fyrir æfingar og keppnir.

Um síðustu helgi var svo endurmerkt gamla póstleiðin milli Fáskrúðsfjarðar og Breiðdals um Reindalsheiði með félögum í Göngufélagi Suðurfjarða. Reindalsheiði er vörðuð póstleið og var aðalleið milli Breiðdals og Fáskrúðsfjarðar áður en vegasamband komst á. Gönguleiðin er um 9 kílómetrar, bæði falleg og skemmtileg enda ein margra vinsælla gönguleiða ferðamanna um Austfirði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.