Fáskrúðsfirðingar unnu Raunveruleik

Verðlaun í hinum árlega Raunveruleik Landsbankans voru afhent föstudaginn 13. nóvember.

Hópurinn ,,Litla Hraun," sem myndaður var úr 9. og 10. bekk Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar sigraði í keppni bekkjardeilda. Allir nemendur 9. og 10. bekkjar á Fáskrúðsfirði unnu sér inn iPod shuffle ásamt farandbikar. 

raunveruleikur_vefur.jpg

Raunveruleikurinn er gagnvirkur hermileikur og hannaður sem fjármála- og neytendafræðsla fyrir efsta bekk grunnskóla. Um leið keppa nemendur í grunnskólum landsins sín á milli í þroskandi og spennandi leik.

Sigurvegarnir  tóku forystu strax í upphafi leiks og héldu henni allt til loka. Slíkt hefur ekki gerst fyrr. Stigasöfnun var mun meiri en áður hefur þekkst.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.