Færeysk grafík á Stöðvarfirði

Gallerí Snærós á Stöðvarfirði opnar sýningu á færeyskri grafík á morgun, laugardag, kl. 17. Hinn þekkti grafíklistamaður Ríkharður Valtingojer, sem býr og starfar á Stöðvarfirði og rekur þar alþjóðlegt grafíksetur, dvaldi nýverið í Færeyjum, hitti þar grafíklistamenn og valdi verk á sýninguna. Hann segir koma á óvart þann mikla áhuga sem færeyskur almenningur hafi á myndlist og þar sé allt annað umhverfi en tíðkist hér á landi. Þetta er í annað sinn sem Gallerí Snærós sýnir norræn verk, en áður hefur verið haldin grafíksýning með verkum frá Svíþjóð. Færeyska sýningin stendur til 1. nóvember.

grafk_fr_freyjum.jpg

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.