Franskir flökunarhnífar

Safnið Fransmenn á Íslandi  á Fáskrúðsfirði fékk á dögunum flökunarhnífa sömu gerðar og notaðir voru af frönskum skútusjómönnum hér við land á árum áður. Það var Jean Le Tellier sem er mikill áhugamaður um Ísland og gefur út fréttabréf á frönsku um Ísland, Courrier D´Islande, sem færði safninu þessa einstöku gjöf.

albert_eirks_og_jean_le_tellier_m_flokunarhnifana.jpg

Jean Le Tellier hitti fyrir tilviljun konu að nafni Fourré en þau hjónin stofnsettu og ráku verksmiðju sem framleiddi hnífa fyrir Íslandssjómennina frá Frakklandi. Verksmiðjan tók til starfa árið 1932 í Moulin Neuf á norðurströnd Frakkands. Frú Fourré færði honum að gjöf tvö eintök af hnífunum sem framleiddir voru til minningar um alla þá frönsku sjómenn sem létust við Ísland.

Þetta er tíunda sumarið sem safnið Fransmenn á Íslandi er opið, að sögn Alberts Eiríkssonar safnstjóra hefur því vaxið fiskur um hrygg frá fyrsta degi og þá hefur gestum fjölgað ár frá ári. Fleiri hópar hafa boðað komu sína á safnið í sumar en nokkru sinni. því má gera ráð fyrir enn einu metsumrinu.

 

 

 

Mynd: Albert Eiríksson safnstjóri og Jean Le Tellier með flökunarhnífana

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.