Framskrið í Heinabergsjökli

Heinabergsjökull í Vatnajökli hefur hopað um 80 metra að norðan, samkvæmt mælingum jarðfræðinema úr Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu í síðustu viku. Sunnanvert hefur jökullinn eitthvað gengið fram.

joklamaelingagengid_09.jpg

Jarðfræðinemarnir fóru að jöklinum til að kanna hvort breytingar hefðu orðið á honum frá í fyrra og voru um þrjátíu manns í ferðinni.

 

Heinabergsjökull skríður niður úr Vatnajökli á mörkum Suðursveitar og Mýra og gengur fram í lón. Hann klofnar um Hafrafell (1008m) í Skálafellsjökul og Heinabergsjökul. Heinabergsfjöll eru austan Heinabergajökuls.  Undan honum koma Heinabergsvötn og Kolgríma.

-

Mynd: Jöklamælingagengið/www.rikivatnajokuls.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.