Ófærð og hættur við Hálslón og Kárahnjúka
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 05. mar 2009 13:06 • Uppfært 08. jan 2016 19:19
Að gefnu tilefni vill Landsvirkjun benda þeim sem hyggja á ferðir inn á Snæfellsöræfi á að hættulegt er að fara út á ísinn á Hálslóni og að fólki er ráðið frá því að reyna að fara yfir Kárahnjúkastíflu. Þar er fannfergi mikið og hætta á snjóflóðum og hruni úr Kárahnjúk. Vegur úr Fljótsdal að Kárahnjúkum er lokaður og verður ekki ruddur fyrr en í vor þegar verktakar hefja lokafrágang í nágrenni stíflanna.

Mynd tekin 27. febrúar 2009 á veginum að Desjarárstíflu. Ljósmyndari: Hlynur Sigbjörnsson