Skip to main content

Ófærð og hættur við Hálslón og Kárahnjúka

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. mar 2009 13:06Uppfært 08. jan 2016 19:19

Að gefnu tilefni vill Landsvirkjun benda þeim sem hyggja á ferðir inn á Snæfellsöræfi á að hættulegt er að fara út á ísinn á Hálslóni og að fólki er ráðið frá því að reyna að fara yfir Kárahnjúkastíflu. Þar er fannfergi mikið og hætta á snjóflóðum og hruni úr Kárahnjúk. Vegur úr Fljótsdal að Kárahnjúkum er lokaður og verður ekki ruddur fyrr en í vor þegar verktakar hefja lokafrágang í nágrenni stíflanna.

desjarstifla1_27-2-2009.jpg

 

 

 

 

Mynd tekin 27. febrúar 2009 á veginum að Desjarárstíflu.  Ljósmyndari: Hlynur Sigbjörnsson