Foreldrar brýni fyrir börnum sínum að fara varlega

Lögreglan á Egilsstöðum var kölluð til laust fyrir síðustu helgi eftir að maður á bifreið stöðvaði hjá nokkrum stúlkum 10 til 12 ára gömlum skammt frá íþróttahúsi bæjarins og bað þær að tala við sig. Grunur lék á að maðurinn hefði hugsanlega ætlað að lokka eina eða fleiri stúlknanna upp í bílinn. Ein stúlknanna hljóp inn í íþróttahúsið og sagði frá atvikinu og í kjölfarið var hringt í lögreglu. Kvittur er uppi í bænum um að þetta sé ekki eina tilvikið af þessum toga í sumar.

maur__skugga.jpg

Að sögn lögreglu er alls óvíst hvað manninum gekk til er hann bað stúlkurnar að tala við sig. Engin önnur samskipti áttu sér stað milli hans og þeirra. Númer bílsins náðist ekki og heldur ekki lýsing á manninum. Lögreglan hafði uppi eftirgrennslan sem bar ekki árangur.

Yfirþjálfari fimleikadeildar Hattar á Egilsstöðum sendi í kjölfarið foreldrum iðkenda deildarinnar tölvupóst þar sem greint var frá atvikinu og foreldrar beðnir að brýna fyrir börnum sínum að hafa varann á.

-

(Myndin er ótengd fréttinni/NW)

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.