Skip to main content

Fljótsdalshérað vill Arnhólsstaði

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. apr 2009 12:58Uppfært 08. jan 2016 19:19

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað hefur höfðað eignardómsmál fyrir héraðsdómi Austurlands þar sem það fer fram á að því verði dæmdur eignarréttur að félagsheimilinu Arnhólsstöðum í Skriðdal og lóð þar í kring.

 

ImageFélagsheimilið var byggt á þriðja áratug seinustu aldar af Ungmennafélagi Skriðdæla. Eftir að dró úr virkni félagsins tók Skriðdalshreppur við rekstri hússins. Fljótsdalshérað segir hreppinn hafa farið með full eignarráð frá sjöunda áratugnum en byggt var við húsið á níunda áratugnum. Skriðdalshreppur sameinaðist síðar inn í sveitarfélagið Fljótsdalshérað.
Það er skráð eigandi félagsheimilisins hjá Fasteignamati ríkisins. Engar formlegar samþykktir liggja fyrir um yfirtöku Skriðdalshrepps á félagsheimilinu en Fljótsdalshérað byggir gögnum sem sýna að hreppurinn hafi alfarið haldið utan um rekstur  þess.