Fljótsdalshérað tapaði í undanúrslitum

Lið Fljótsdalshéraðs tapaði fyrir liði Garðabæjar í undanúrslitum spurningakeppninnar Útsvars nú fyrr í kvöld, með 75 stigum gegn 98.

utsvar_fljotsdalsherad.jpgFljótsdalshérað fór illa af stað, var 2 stigum gegn 20 undir, eftir Ómarsbjölluspurningarnar.  Síðan vænkaðist nokkuð hagur Strympu í vísbendingaspurningunum, þar náði Fljótsdalshérað 13 stigum af 15 mögulegum og löguðu stöðuna í 15 á móti 20. Síðan var jafnt eftir flokkaspurningarnar 60 stig gegn 60.

Þar má segja að skilið hafi með liðunum, Fljótsdalshérað vissi aðeins eina spurningu af stóru spurningunum, með hjálp Þorbjörns Rúnarssonar en vissu ekki tvær síðari 15 stiga spurningarnar, auk þess sem Garbæingar stálu annarri yfir og fengu þrjú stig fyrir.

Garðbæingar vissu hins vegar tvær 15 stiga spurningar, stálu áðurnefndum 3 stigum yfir og gulltryggðu sig með að taka aðeins 5 stiga spurningu í lokin og sigruðu sem áður sagði, með 98 stigum gegn 75 stigum Fljótsdalshéraðs.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.