Fljótsdalshérað samþykkir fjárhagsáætlun fyrir 2010

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum 16. desember, fjárhagsáætlun fyrir árið 2010. Áætluð afkoma samantekins A og B hluta er jákvæð um eina milljón króna á árinu 2010.  Endurskoðuð áætlun 2009 gerir ráð fyrir neikvæðri afkomu sem nemur 340 milljónir. Eigið fé er áætlað að nemi 879 milljónum í árslok 2010 og eiginfjárhlutfallið verði þá 15%.  Veltufé frá rekstri er jákvætt um 297 milljónir, sem er 209 milljónum króna betri niðurstaða en samþykkt áætlun 2009 gerir ráð fyrir.

fljotsdalsherad_logo_vefur.jpg

Þróun fjármagnsliða á árunum 2008 og 2009 hefur haft veruleg áhrif á fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og stofnanir þess.  Á árinu 2010 eru fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur áætluð 279 milljónir og þar af nema reiknaðar verðbætur og gengismunur án greiðsluáhrifa 122 milljónum miðað við 3% verðbólgu innan ársins.

 

Fjárfestingarhreyfingar nema um 512 milljónum króna. Þar af 102 milljónir í B-hluta, þ.e. til Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf 45 milljónir og til Fráveituframkvæmda er varið 57 milljónum króna.  Fjárfestingar A-hluta nema 410 milljónum og eru um 280 milljónir þar af vegna grunnskólans á Egilsstöðum. Þá er varið 137 milljónum til gatnagerðaframkvæmda.  Á móti koma tekjur sem eru áætlaðar um 47 milljónir. Til að fjármagna þær fjárfestingar sem áformað er að fara í þarf að fara í lántökur að fjárhæð 330 milljónir króna. Afborganir lána nema 312 milljónum króna á árinu 2010.  Þar af 238 milljónir í A-hluta.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.