Fljótsdalshérað lækkar gjaldskrár

Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs um miðjan mánuð var samþykkt samhljóða tillaga umhverfis- og héraðsnefndar um að gjaldskrá vegna sorphirðu og sorpeyðingar verði lækkuð um 3,03% og verði 19.600 krónur árið 2010. Þá samþykkti bæjarstjórn á sama fundi reglur um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega árið 2010.

 rusl.jpg

 

Í bókun bæjarstjórnar vegna sorphirðugjalda kemur fram að þessi  möguleiki til lækkunar nú skapist vegna aukinnar sorpflokkunar frá heimilum og þess að hagstæðir samningar náðust um sorphirðu sveitarfélagsins í kjölfar útboðs á þjónustunni fyrr á árinu. Þá kemur jafnframt fram í bókuninni að bæjarstjórn vill nota tækifærið og þakka íbúum góð viðbrögð og samstarf við þetta verkefni.

 

Nýjar viðmiðunartölur vegna afsláttar af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega árið 2010 verða sem hér segir:
 
Hámarksafsláttur verði 47.000 kr.

Lágmarksviðmiðun einstaklings verði 1.945.000 kr
Hámarksviðmiðun einstaklings verði  2.553.000 kr
Lágmarksviðmiðun hjóna verði   2.736.000 kr
Hámarksviðmiðun hjóna verði 3.466.000 kr

Sækja þarf um þennan afslátt til sveitarfélagsins og senda með umsókninni afrit af skattframtali vegna tekjuársins 2009.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.