Fljótið og hringurinn

FLJÓTIÐ OG HRINGURINN er heiti yfir vinnubúðir, listsýningar og heimildamynd sem Lóa (Ólöf Björk Bragadóttir) bæjarlistamaður Fljótsdalshéraðs stendur fyrir nú í október. Um er að ræða samstarfsverkefni ólíkra listamanna sem vinna saman að listsköpun á Eiðum frá 14. – 19. október 2009. Afraktstur vinnubúðanna verður svo sýndur í sérstakri hringferð, Fljótsdalshringinn, sem farin verður sunnudaginn 18. október kl. 11:00.

lagarfljt.jpg

Ferðin hefst við Sláturhúsið á Egilsstöðum og mun Tanni Travel bjóða öllum upp á ókeypis rútuferð umhverfis fljótið. Fyrst verða skoðuð þau verk sem staðsett eru í Sláturhúsinu og síðan verður staldrað við á þeim stöðum sem listamenn hafa valið sér í Fljótsdalshringnum. Á miðri leið eða um hádegisbil verður boðið upp á lerkisveppasúpu í Hallormsstað og svo haldið áfram hringinn. Lokaverkið er staðsett á Húsatjörn á Eiðum. Reiknað er með að ferðalaginu verði lokið um klukkan þrjú við Sláturhúsið. Æskilegt er að fólk klæði sig eftir eftir veðri og vindum en búast má við einhverjum gönguferðum að sumum verkanna.

Daginn eftir, mánudaginn 19. október verður sett upp sýning í Sláturhúsinu á Egilsstöðum sem mun standa út októbermánuð, eða til 1. nóvember 2009. Þar verða öll verkin sýnileg á skjám, með innsetningum eða á ljósmyndum. Stefnt er svo að því að heimildamyndin, FLJÓTIÐ OG HRINGURINN um allt ferlið verði frumsýnd á Fljótsdalshéraði fyrir lok ársins 2009. Öllum gestum er boðið að taka þátt í þessu ævintýri með listamönnunum sunnudaginn 18. október þeim að kostnaðarlausu. Allir velkomnir!

Útgangspunktur verkefnisins er Lagarfljótið og Fljótsdalshringurinn, litaspil fljótsins og hljómur, lífríki, skógurinn, gróðurinn, mannvirki og menning. Hugmynd Lóu, sem er listrænn stjórnandi verkefnisins, er að útvíkka hugmyndina enn frekar á komandi árum þannig að nýjir staðir og nýtt skapandi fólki bætist í lestina í hvert skipti en markmiðið er að tengja saman ólíka listamenn og efla listsköpun í fjórðungnum og nýta til þess einstaka náttúrufegurð Austurlands. Þannig munu listamennirnir rýna í náttúruna og menningu hvers svæðis meðan á vinnubúðunum stendur og sýna í lokin ný og spennandi listaverk.

Verkin sem sýnd verða nú eru af ólíkum toga en þeir listamenn sem taka þátt í verkefninu eru með ólíkar áherslur í listsköpun sinni. Þeir vinna ýmist út frá sjónlistum; með innsetningar, gjörninga, videóverk og netlistaverk en einnig tónlist, hljóðlist og ljóðlist. Þeir sem styðja við verkefnið eru; Menningarráð Austurlands, Menningarnefnd Fljótsdalshéraðs, Menningarráð Vesterålen, Sláturhúsið, Eiðar, Skógræktin í Hallormsstað, Tanni Travel og ýmsir fleiri aðilar.

Lóa, bæjarlistamaður Fljótsdalshéraðs er sýningarstjóri og listrænn stjórnandi verkefnisins. Nánari upplýsingar í síma 8642391 eða í tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Þátttakendur í vinnubúðum á Eiðum
helgina 15.-19. október 2009

Asle Lauvland Pettersen - myndlistarmaður
Charles Ross - tónskáld
Einar Bragi - tónlistarmaður
Gréta Ósk Sigurðardóttir - myndlistarmaður
Íris Lind Sævarsdóttir - myndlistarmaður
Yst (Ingunn St. Svavarsdóttir) - myndlistarmaður
Kristinn Kristmundsson - fjöllistamaður
Kristín Hlíðkvist Skúladóttir - myndlistarmaður
Kristín Scheving - myndlistarmaður
Matti Saarinen - tónlistarmaður
Myriam Borst - myndlistarmaður
Lóa (Ólöf Björk Bragadóttir) - myndlistarmaður
Sandra Mjöll Jónsdóttir - myndlistarmaður
Sigurður Ingólfsson - skáld
Sunna Celeste Ross - listamaður
Þórdís Erla Ágústdóttir - ljósmyndari

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.