Fljótsdælingar gefa sér þrjá daga til að plokka rusl

„Þetta er stór dagur að okkar viti og þar sem ekki hentar öllum að taka til hendinni þennan ákveðna plokkdag þá lengdum við í þessu hjá okkur,“ segir Ásdís Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri Fagrar framtíðar í Fljótsdal.

Stóri plokkdagurinn er á sunnudaginn kemur en þá týna landsmenn rusl á víðavangi hver sem betur getur. Viðburðurinn orðinn verulega stór á skömmum tíma enda þykir þetta fyrirtaks útivera og líkamsrækt en ekki síður jákvætt að hreinsa nærumhverfið á sama tíma. Rúmlega 7.500 einstaklingar eru í fésbókarhópnum Plokk á Íslandi og fjöldi annarra plokkar reglulega án þess að tilheyra þeim hópi.

Þó Ásdís fullyrði í góðlátlegum tón að hvergi finnist neitt rusl í Fljótsdalnum ætlar sveitarfélagið að hvetja fólk til dáða með heilum þremur plokkdögum í sveitarfélaginu frá föstudegi og fram á sunnudag og jafnframt að reyna að fá alla til að hittast af þessu tilefni og gera sér góða stund saman.

„Stóri plokkdagurinn er á sunnudag sem er einnig opinber Dagur umhverfisins. Við erum að plokka nú þriðja árið í röð en það verður reyndar að viðurkennast að það safnaðist nú ekki ýkja mikið af rusli fyrir ári síðan. Fólk er almennt meðvitað um að halda sínu eins hreinu og hægt er dags daglega sem gæti verið útskýringin en auðvitað getur eitthvað rusl safnast fyrir í skurðum og á tilteknum svæðum utan jarða sem fólk velur sér að plokka þessa ákveðnu daga.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.