Félagar ferðuðust um landið í þyrlu: Sjáið myndirnar

thyrla.jpg
Tveir félagar frá Liechtenstein völdu sér sérstæðan ferðamáta á Íslandsferðalagi sínu í sumar. Þeir keyptu sér þyrlu, flugu á henni um landið og tóku einstakar ljósmyndir. Ferðinni lauk í síðustu viku á Seyðisfirði þar sem þeir settu þyrluna um borð í Norrænu og sigldu heim á leið. 

„Ég veit að ég er með góðar myndir. Yfirleitt kvarta ég en ég veit þær eru frábærar,“ segir ljósmyndarinn Markus Nescher. „Þetta eru stórkostlegar myndir. Ég skapa ekki landslagið, ég tek bara myndir af stórkostlegu landslagi.“

Hinn 58 ára gamli Markus ferðaðist ásamt hinum 23ja ára þyrluflugmanni Matthias Vogt um landið í fimm vikur í sumar. Hugmyndin að ferðinni kviknaði hjá Markus eftir þriggja mánaða ferðalag í fyrra, þar sem hann fór í fjórar stuttar flugferðir. „Ég var hissa á hversu fallegt landið var og hugsaði með mér að það væri frábært að fljúga yfir landið.“

Dálítið brjáluð hugmynd í fyrstu

Ferðalagið varð að fara í þyrlu. Flugvélarnar telja þeir óhentugar. Þær fara hratt, gluggarnir eru litlir, útsýnið takmarkað. Á þyrlunni er hægt að fljúga fram og til baka, snúa henni, opna, halda kyrri á meðan er myndað. Markus byrjaði á að fletta á netinu, hvort hægt væri að leigja þyrlu hérlendis. Það var erfitt, þær stórar og dýrar.

Þeir byrjuðu að ræða saman í febrúar. „Þegar Matthias heyrði af draumi mínum fórum við að hugsa hvernig við gætum flogið til Íslands. Honum finnst gaman að fljúga og mér gaman að mynda. Það er góð blanda. 

Hann fór að skoða vegalengdir og gera áætlanir en ég var með tengilliði, hafði séð bensínstöðvar og fór að senda tölvupósta til að kanna hvar við gætum gist og hvað við gætum gert. Ég veit ekki hversu marga pósta við sendum eða mörg símtöl við sendum en það tók hundruð tíma að skipuleggja ferðina. Þetta var dálítið brjáluð hugmynd í fyrstu.“

Einstakt frelsi að ferðast á þyrlunni

Þeir hafa ferðast næstum eins og puttaferðalangar. Með allan sinn farangur í aftursætinu og flakkað á milli. Stundum sváfu þeir á gistiheimilunum, til dæmis eina nótt í Möðrudal þaðan sem þeir héldu inn í Öskju, annars voru þeir með tjöldin með sér og plöntuðu þyrlunni fyrir nóttina. „Þetta veitir einstakt frelsi, þú veist ekkert hvert þú ferð eða hvar þú sefur um nóttina. Þú ert með tjöldin og allt með þér.“

Hugmyndin um að skoða Ísland úr lofti varð að veruleika og upplifun þeirra beggja var einstök. „Þú flýgur í 3-4 tíma, lendir síðan og ert þreyttur því þú ert búinn að sjá svo margt. Ólíkt landslag á sekúndu fresti. Stundum flýgurðu á fjarlægan stað, slekkur á þyrlunni, leggst í grasið og sefur í 1-2 tíma. Þú verður að leggjast niður, hvíla þig og njóta þess sem þú sérð,“ segir hann en þeir lentu þyrlunni meðal annars á tindi Snæfells.

Þeir taka engan stað umfram annan. „Það er ótrúlegt hvað þú sérð á Íslandi með auga fuglsins. Fjöllin, jöklarnir, eldfjöllun, vötnin, firðirnir.. Vestfirðirnir.. þetta er allt áhugavert.“
 
Markus segist hafa áhuga á að gefa út myndirnar á dagatali eða í bók en hefur ekki enn fundið útgefanda. „Ég vildi ekkert leita fyrirfram, það er erfiðra, ég vildi sjá útkomuna.“
 
Landslagsmyndir: Markus Nescher
 
thyrla.jpgthyrla.jpgthyrla.jpgthyrla.jpgthyrla.jpgthyrla.jpgthyrla.jpgthyrla.jpgthyrla.jpgthyrla.jpgthyrla.jpgthyrla.jpgthyrla.jpgthyrla.jpg
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.