Skip to main content

Fjörugar umræður

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 22. apr 2009 11:11Uppfært 08. jan 2016 19:19

Fjörugur stjórnmálafundur á vegum nemenda í stjórnmálafræði við Menntaskólann á Egilsstöðum var haldinn í gærkvöld. Um 180 manns mættu og tóku meðal annarra núverandi og fyrrverandi nemendur menntaskólans, sem nú skipa sæti á framboðslistum í Norðausturkjördæmi til máls. Fyrir svörum sátu Arnbjörg Sveinsdóttir Sjálfstæðisflokki, Sigmundur Ernir Rúnarsson Samfylkingu, Steingrímur J. Sigfússon Vinstri hreyfingunni grænu framboði, Ásta Hafberg Frjálslynda flokknum, Björk Sigurgeirsdóttir Borgarahreyfingunni og Birkir Jón Jónsson Framsóknarflokki.

Stjórnmálafræðinemar skipulögðu sem fyrr segir fundinn, með dyggri handleiðslu Jóns Inga Sigurbjörnssonar kennara.

vefur_2.jpg

 

 

 

 

 

-

-

-

-

-

vefur1.jpg

 

 

 

 

Ljósmyndir/SÁ