Fjarnám úr stofunni heima

Fjórar námsbrautir hefjast í haust hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Allt sem þarf til að stunda fjarnám hjá Endurmenntun er nettengd tölva. Það skiptir því engu máli hvar viðkomandi er staddur á landinu. Endurmenntun Háskóla Íslands hefur frá árinu 2005 kennt  námsbrautir sem hægt er að stunda í fjarnámi.

hi.jpg

 

Fjórar námsbrautir í boði

 

Í haust hefjast fjórar námsbrautir sem kenndar eru jafnhliða í staðnámi og í fjarnámi. Þrjár þeirra á grunnstigi háskóla; Leiðsögunám á háskólastigi, sem hófst haustið 2008 hjá Endurmenntun og hefur fengið frábærar viðtökur. Mannauðsstjórnun og Rekstar- og viðskiptanám eru námsbrautir sem hafa verið í fjölda ára hjá Endurmenntun en hófust í fjarnámi haustið 2005. Á meistarastigi býður Endurmenntun upp á glænýja námsbraut um málefni innflytjenda, en þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem boðið er upp á þverfaglegt nám á þessu sviði.

 

Hvernig virkar fjarnám hjá Endurmenntun?

 

Fjarnemendur eru hluti af staðnemendahóp en hafa aðgang að upptökum úr kennslustundum á vef Endurmenntunar í gegnum námsvefinn Uglu. Þar eru allir fyrirlestrar og verkefni vistuð á heimasvæði námsins og nemendur geta hlustað og horft á fyrirlestra hvar og hvenær sem er. Á námsvefnum eru einnig glærur og tilkynningar frá kennurum, umræðuþráður og lifandi spjall. Þar er jafnframt vettvangur fyrir nemendur til að hafa samskipti innbyrðis og við kennara. Öll þjónusta við fjarnema er einstaklingsmiðuð. Fjarnemum er einnig velkomið að mæta í fyrirlestra ef þeir kjósa.

 

Sýnishorn á vef Endurmenntunar

Á vef Endurmenntunar má skoða nánari upplýsingar um fyrirkomulag fjarnámsins sem og nánari upplýsignar um námsbrautirnar.

 

Umsóknarfrestur í námsbrautirnar er til 11. maí næstkomandi. Hægt er að sækja um á vef Endurmenntunar: www.endurmenntun.is

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.