Fjarðabyggð tapaði naumlega í Útsvari

Fjarðabyggð tapaði naumlega fyrir liði Garðabæjar í spurningakeppninni Útsvar í kvöld.

fjardabyggd.jpgLið Fjarðabyggðar tapaði með 73 stigum gegn 94 stigum Garðabæjar í spurningakeppninni Útsvar í kvöld.   Liði Fjarðabyggðar gekk vel framan af keppni, var yfir fram í flokkaspurningar en þar komst Garðabær fyrst yfir í keppninni, frá því í byrjun er staðan var 4-0.  Fjarðabyggð klikkaði síðan á tveimur stórum 15 stiga spurningum sem Garðabær hirti hreiturnar af, eða fékk þrjú stig fyrir hvora.  Garðabær endaði svo á að vita tvær af þremur 15 stiga spurningum sínum, þó Vilhjálmur Bjarnason, Norðfirðingurinn í liði Garðabæjar vissi að vísu svarið við þeirri þriðju, en var ofurliði borinn af símavini sínum. Það dugði Fjarðabyggð þó ekki til og voru úrslitin sem áður sagði 73-94.

Í lok þáttarins var dregið í átta liða úrslit Útsvars og dróst Fljótsdalshérað á móti Skagafirði.  Keppnin við Skagfirðinga fer fram annan laugardag, 26. febrúar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.