Skip to main content

Fjarðabyggð tapaði fyrsta leik

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 11. maí 2009 09:43Uppfært 08. jan 2016 19:20

Fjarðabyggð tapaði 0-1 fyrir Aftureldingu í fyrstu umferð 1. deildar karla í knattspyrnu á Norðfjarðarvelli á sunnudag.

 

ImageEina mark leiksins kom eftir um hálftíma leik úr vítaspyrnu sem dæmd var á Hauk Ingvar Sigurbergsson, fyrirliða Fjarðabyggðar, fyrir hendi. Fjarðabyggð fékk ágæt færi til að skora, bæði fyrir og eftir markið. Það besta féll í skaut Ágústs Arnarsonar sem skaut í þverslá í upphafi leiks. Undir lok leiksins voru gestirnir nærri búnir að bæta við marki þegar Srdjan Rajkovic, markvörður Fjarðabyggðar, hætti sér með í sóknina í von um að skora jöfnunarmarki. Mosfellingar náðu boltanum eftir hornið og komu honum fram en Rajko snéri aftur og bjargaði í horn.