Fimmtugum og eldri boðið á tónleika

ImageFimmtugum og eldri verður á boðið á tónleika í tilefni tíu ára afmæli listahátíðarinnar LungA á morgun á Seyðisfirði.

 

Dagskráin á morgun hefst með uppskeruhátíð klukkan 14:00 en tveimur tímum síðar byrja tónleikarnir. Í miðbæ Seyðisfjarðar verður eitt allsherjar hátíðarsvæði með tveimur útisviðum þar sem tónlist verður fram til eitt um nóttina.

Fram koma fram Hjaltalín, Seabear, Retro Stefson, Bloodgroup ásamt strengjasveit og fleiri.

Aðgangseyrir á tónleikana er 2.000 krónur. Fimmtán ára og yngri frá aðgang í fylgd með fullorðnum og fimmtíu ára og eldri frítt inn.

Í kvöld klukkan 21:00 verða tónleikar Kimi Records í Herðubreið. Aldurstakmarkið er 18 ár og miðaverðið 1.000 krónur. Fram koma Tape Tud (BE), Kimono, Sudden weather change, Stafrænn Hákon og Quadruplos.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.