Festarhald gjaldþrota

Héraðsdómur Austurlands hefur fallist á beiðni forsvarsmanna Festarhalds ehf. um að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Það rak matvælavinnslu í frystihúsinu á Breiðdalsvík eftir að Fossvík lagði upp laupana.

 

Nýir eigendur tóku við rekstrinum seinasta haust. Vinnsla er ekki hafin en þeir eru að koma sér fyrir og laga aðstöðuna. Þeir leigja húsið af Byggðastofnun og Breiðdalshreppur leigir þeim lausabúnað sem er í húsinu og var keyptur út úr þrotabúi Fossvíkur.

Hilmar Gunnlaugsson hefur verið skipaður skiptastjóri í búinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.