Ferðaáætlun á Víknaslóðir tilbúin

Ferðafélag Íslands og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs hafa kynnt ferðaáætlanir á Víknaslóðir fyrir komandi sumar.

 

viknaslodir.jpgFyrsta ferðin verður farin í lok júní en þema hennar eru blóm og fuglar. Um sama leyti verður útivistar- og menningarhelgi á Borgarfirði eystra undir yfirskriftinni „Helgi á göngu“ en hún er haldin í minningu ferðamála- og ungmennafrömuðarins Helga Arngrímssonar.

Í júlí verða tvær aðskildar ferðir á Víknaslóðir, annars vegar á norðurhlutann, hins vegar suðurhlutann. Í byrjun ágúst verður önnur ferð með áherslu á blómaskoðun og jarðfræði og síðan ferð á Víknaslóðir til heiðurs Helga en sonur hans, Hafþór Snjólfur Helgason, verður fararstjóri í ferðinni.

Seinasta ferðin verður farin í september en þá verður Dyrfjallatindur klifinn.

Nánari upplýsingar um ferðirnar má finna á vef Borgarfjarðar eystri
.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.