Áfengissala dregst saman á Austurlandi

Samkvæmt tölum frá ÁTVR hefur áfengissala í Vínbúðum fyrirtækisins á Austurlandi, frá Djúpavogi til Vopnafjarðar, dregist saman um 225 þúsund lítra eða um 28% milli áranna 2007 og 2009.

Úr Vínbúðinni á Egilsstöðum.  Mynd SigAð Að sögn Brynjars Júlíussonar verslunarstjóra í Vínbúðinni á Egilsstöðum og svæðisstjóra vínbúða á Austurlandi, nam salan árið 2007, 847 þúsund lítrum en fór niður í 622 þúsund lítra árið 2009 og nemur minkunin 28% milli þessara ára.

,,Árið 2008 seldust 682 þúsund lítrar í vínbúðum eystra og nemur samdráttur í sölunni milli áranna 2007 og 2008 19% og samdrátturinn milli áranna 2008 og 2009, 9%.  Hafa ber í huga að á árinu 2007 var enn mikil starfsemi vegna virkjana og stóryðjuframkvæmda, en sú starfsemi var sáralítil árið 2008, það sást marktækur munur þegar framkvæmdunum lauk. Á framkvæmdaárnum á undan þeim sem hér eru tilgreind var salan meiri en hér kemur fram" segir Brynjar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.