Áfangaskýrsla um tekjustofna sveitarfélaga

Tekjustofnanefnd hefur skilað áfangaskýrslu til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra en nefndinni var falið að yfirfara lög um tekjustofna sveitarfélaga. Á vef ráðuneytisins kemur fram að meðal ábendinga nefndarinnar er að kanna hvernig jafna megi byrðar vegna endurgreiðslu sveitarfélaga á gengistryggðum lánum næstu árin.

peningar.jpg

Nefndin var skipuð þann 8. júlí síðastliðinn og er verkefni hennar að yfirfara lög nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, með síðari breytingum. Ennfremur var nefndinni falið að undirbúa nauðsynlegar breytingar á lögunum í tengslum við breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga árið 2011.

Nefndin leggur almennt mikla áherslu á að sameiginlegri vinnu við mat á kostnaði um áhrif ýmissa skattkerfisbreytinga á fjárhag sveitarfélaganna verði hraðað sem kostur er. Heildaráhrif tillagna þurfa að liggja fyrir sem fyrst, enda er það nauðsynlegur grundvöllur fyrir frekari tillögugerð um fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga.

 

 

http://www.samgonguraduneyti.is/media/frettir/AFANGASK_TEKJUSTOFNANEFNDAR_des09.pdf

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.