Skip to main content

Fallið frá rannsókn á máli yfirlæknis

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. mar 2009 19:49Uppfært 08. jan 2016 19:19

Fallið hefur verið frá lögreglurannsókn á máli Hannesar Sigmarssonar yfirlæknis Heilsugæslu Fjarðabyggðar. Hann var leystur frá störfum um miðjan febrúar þegar Heilbrigðisstofnun Austurlands afréð að láta  rannsaka vinnulag og reikninga hans hjá lögreglu. Lögreglan telur gögn málsins ekki þessleg að unnt sé að byggja ákæru á þeim. Eskfirðingar fögnuðu og drógu fána að húni þegar fréttist af málalyktum.

image0011.jpg

Mikil viðbrögð urðu í Fjarðabyggð vegna málsins og fleiri hundruð íbúar (803) rituðu nöfn sín undir undirskriftalista til stuðnings lækninum. Fjöldi fólks lýsti jafnframt trausti til læknisins og harmaði málatilbúnað Heilbrigðisstofnunarinnar.

 Fyrir liggur að yfirstjórn Heilbrigðisstofnunar Austurlands á nú tveggja kosta völ. Annars vegar að láta kyrrt liggja eða vísa málinu áfram til ríkissaksóknara. Lögmaður HSA staðfestir að málinu verði vísað til ríkissaksóknara.