Skip to main content

Eskifjörður taki á móti skemmtiferðaskipum

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. apr 2009 09:17Uppfært 08. jan 2016 19:19

Menningar-, íþrótta – og ferðamálanefnd Fjarðabyggðar hefur lagt til að Eskifjarðarhöfn verði móttöku höfn skemmtiferðaskipa í Fjarðabyggð.

Fjarðabyggðarmenn hafa mikinn áhuga á að taka á móti skemmtiferðaskipum og hafa í því skyni haldið námskeið fyrir þjónustuaðila og fyrirhugað er að gefa út kynningarefni fyrir Fjarðabyggðarhafnir. Eskifjörður þykir vænlegasti kosturinn sem áfangastaður fyrir skemmtiverðaskipin með tilliti til möguleika á stuttum skoðunarferðum, þjónustu og afþreyingu í landi.