Enn leitað að manni í Fáskrúðsfirði

Enn er leitað að manni sem fór í sjóinn þegar bátur steytti á skeri við eyjuna Skrúð í Fáskrúðsfirði á áttunda tímanum í morgun.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 08:40 í morgun tilkynning um rautt ljós sem sást í námunda við Skrúð. Neyðarblys sást um klukkan hálftíu frá Vattarnesi og var gúmmíbjörgunarbátur kominn á vettvang skömmu síðar og var öðrum manni þá bjargað. Björgunarsveitir eru á staðnum og hafa bækistöð á Vattarnesi, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Nýbúið er að slaka út kafara í björgunarskip, en fjórir kafarar eru á staðnum og þrír aðrir á leiðinni. Allir bátar á svæðinu hafa verið beðnir um að svipast um og röðuðu þeir sér upp í morgun til leitar.

Aðstæður til leitar eru ágætar, glaðasólskin, um fjögurra stiga frost og gott í sjóinn. Um þrjú leytið fer þó að bregða birtu og því hver mínúta dýrmæt.

Samkvæmt upplýsingum Austurgluggans eru mennirnir tveir ekki frá Fáskrúðsfirði. Líklega er um að ræða stærri línubát, sem steytt hafi á skeri sem kallað er Brökur, bátnum hafi svo hvolft. Nú er verið að draga flakið til Reyðarfjarðar.

sjslys__fskrsfiri_vefur3.jpg

 

 

 sjslys__fskrsfiri_vefur2.jpg

 

 

 

Myndir af vettvangi í morgun/ÓM

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.