Engin loðna en 10% meiri botnfisksafli í mars en í fyrra
Heildarafli íslenskra skipa nam 108.612 tonnum tonnum í mars, sem er verulegur aflasamdráttur frá sama mánuði í fyrra er aflinn var 169.690 tonn. Þar vegur þyngst að engin loðnuveiði var í mars en botnfiskafli var hins vegar tæplega 10% meiri en í mars 2008.
Afli uppsjávartegunda nam tæpum 45.000 tonnum sem er um 68.000 tonnum minni afli en í mars 2008. Samdrátt í uppsjávarafla má rekja til þess að engin loðna var veidd nú í marsmánuði, samanborið við tæplega 96.000 tonna veiði árið áður. Hins vegar var um 22.000 tonna aukning í veiði á kolmunna á milli ára og var heildarafli kolmunna um 39.000 tonn. Auk þess veiddust í mars rúm 5.000 tonn af gulldeplu og 500 tonn af síld
Flatfiskaflinn var rúm 2.500 tonn í mars og jókst um tæp 800 tonn frá fyrra ári. Skel- og krabbadýraafli nam 444 tonnum samanborið við 728 tonna afla í mars 2008.“