Embættisfærsla aftur til ríkissaksóknara
Ríkisendurskoðun hefur lokið athugun á embættisfærslu yfirlæknis Heilsugæslu Fjarðabyggðar og vísaði í kjölfarið máli hans aftur til ríkissaksóknara til frekari meðferðar. Ríkissaksóknari hafði áður hafði vísað því frá, líkt og lögregluembættið á Eskifirði þar áður. Þá hefur Landlæknisembættið einnig lokið sínum athugunum á verklagi læknisins og gerir athugasemdir við það, en þó ekki þannig að ástæða sé til áminningar eða íþyngjandi aðgerða af hálfu embættisins.
Ríkisendurskoðun hefur eins og fyrr segir vísað máli læknisins aftur til ríkissaksóknara, sem samkvæmt orðum Matthíasar kallar á einhvers konar endurskoðun málsins hjá Landlæknisembættinu.
Yfirlæknirinn var af yfirstjórn Heilbrigðisstofnunar Austurlands leystur tímabundið frá störfum í febrúar vegna gruns um misferli.
Heilbrigðisráðherra hefur verið afhent kröfugerð með hartnær 800 undirskriftum íbúa í Fjarðabyggð, þar sem þess er krafist að Hannes komi aftur til starfa og yfirstjórn HSA víki.