Eggin í Gleðivík afhjúpuð

Á föstudag var listaverk Sigurðar Guðmundssonar, „Eggin í Gleðivík“ afhjúp á Djúpavogi. Verkið, sem eru 34 steinegg, eru austan við fyrrum fiskimjölsverksmiðju í Gleðivík.

 

Höfundur verksins er Sigurður Guðmundsson, einn af þekktustu myndlistarmönnum Íslendinga, en hann dvelur hluta úr ári hverju á Djúpavogi.

Eggin sýna egg 34ra helstu varpfugla svæðisins. Eitt eggið er stærra og tilheyrir lóminum, einkennisfugli Djúpavogs. Eggin eru fest á stöpla sem fyrrum löndunarbúnaður fiskimjölsverksmiðjunnar var festur á. Unnið hefur verið að því að fegra og bæta höfnina í umhverfið höfnina til að bæta aðgengi fyrir gesti skemmtiferðaskipa, sem hefur fjölgað á Djúpavogi undanfarin ár.

Á þriðjudag er von á skemmtiferðaskipinu Ms. Maasdam til djúpavogs með yfir eitt þúsund farþega. Skiptið kom seinast til Djúpavogs fyrir tveimur árum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.