„Ég leyfi áhorfendum að taka virkan þátt “

„Ég er búinn að setja saman öll mín bestu atriði í eina stórkostlega fjölskylduupplifun,“ segir töframaðurinn Einar Mikael, sem flakkar um Austurland í vikunni auk þess að vera með fimm daga námskeið á Egilsstöðum.


Einar Mikael byrjar ferðalagið á Vopnafirði í kvöld og námskeiðið hefst í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í dag. Neðst í frétt má svo sjá stað- og tímasetningar á sýningum vikunnar í fjórðungnum.

„Ég er ættaður frá Norfirði, amma mín Lína var þaðan og ég heiti í höfuðið á bróðir ömmu sem heitir Mikael. Mér þykir alltaf jafn gaman að heimsækja Norfjörð og hitta ættingja. Ég heimsótti Austurland í fyrra og var mjög vel tekið og nú er ég með nýja sýningu, fulla af skemmtilegum töfrabrögðum og sjónhverfingum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég held töfrabragðanámskeið og gaman að það sé á Egilsstöðum,“ segir Einar Mikael. 


Ég finn fyrir miklum töfraáhuga
Við hverju má búast á sýninunum og námskeiðinu? „Sýningarnar samanstanda af ótrúlegum töfrabrögðum og mögnuðum sjónhverfingum. Ég leyfi áhorfendum að taka virkan þátt í öllu sem ég geri og fæ alltaf einhvern sem fær að koma uppá svið og aðstoða mig.

Námskeiðin eru hugsuð fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára og munu þau læra skemmtilega og spennandi galdra. Markmiðið er að krakkarnir geti sett upp sína eigin sýningu fyrir fjölskyldu og vini að því loknu. Börnin elska töfra, þetta er algjörlega þeirra heimur þar sem allt er hægt og ekkert er ómögulegt. Ég finn fyrir miklum töfraáhuga og hef fengið yfir 12.000 börn á töfranámskeiðið.“

Langar að finna fallega staði á Austurlandi
Hvað er síðan framundan hjá Einari Mikael? „Síðar í sumar byrja ég með nýja vefþætti þar sem ég ferðast um landið og sýni töfrabrögð og framkvæmi sjónhverfingar í íslenskri náttúru. Mig langar að finna fallega staði á Austurlandi til að taka upp þættina og ákvað að sameina ferðalagið og setja upp norkkar sýningar í leiðinni.

Ég er að klára nýja bók og gal.drsett sem ég stefni á að gefa út fyrir jól. Auk þess er ég að undirbúa sýningu sem er ætluð erlendum ferðamönnum þar sem ég nota náttúru íslands í töfrabrögðunum hjá mér.“


Staðirnir sem heimsóttir verða; 

Vopnafjörður; Mánudagur 4. júní - Mikligarður kl.19:30.

Eskifjörður; Þriðjudagurinn 5. júní - Eskifjarðarskóli kl. 19:30.

Neskaupsstaður miðvikudaginn 6. júní - Nesskóli kl. 19:30.

Reyðarfjörður; Fimmtudagurinn 7. júní - Reyðarfjarðarskóli kl. 19:30.

Egilsstaðir; Föstudagurinn 8. júní - Kornskálinn kl. 19:30.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.