Eftirminnileg frumsýning

Klukkustundar rafmagnsleysi setti strik í reikninginn á föstudagskvöld þegar Leikfélag Seyðisfjarðar frumsýndi gamanleikinn Blúndur og blásýra.

 

Rafmagnslaust varð á nær öllu landinu á föstudagskvöld. Rafmagnið fór á Seyðisfirði skömmu fyrir hlé.

Til að hafa ofan af fyrir frumsýningargestum gengu systurnar Abby og Marta Brewster, sem leikritið snýst að miklu leyti um, um með „ylliberjavín“ og gáfu gestum en það kemur við sögu í leikritinu.

Eftir klukkustundar stopp hélt sýningin áfram þegar rafstöð var sett í gang og sýningunni lauk án frekari vandræða.

Önnur sýning er í kvöld, sú þriðja fimmtudaginn 20. maí og lokasýning föstudaginn 28. maí. Allar sýningarnar hefjast klukkan 20:00.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.