Efnilegir tónlistarmenn í hljómsveitasmiðju: Myndir

img_1044_web.jpg
Sjö hljómsveitir með tuttugu þátttakendum á aldrinum 10-20 ára tóku þátt í tónlistarnámskeiði sem haldið var á Austurlandi fyrir skemmstu. Námskeiðinu lauk á stórtónleikum á Eskifirði.

„Við erum mjög ánægðir með þessar viðtökur,“ segir Jón Hilmar Kárason, einn forsprakka hljómsveitarsmiðjunnar.

Námskeiðið hefur staðið síðan í vor en hljómsveitunum gafst tækifæri á að koma fram í sumar á hátíðum eins og Neistaflugi, Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi og Vegareiði. Þá fóru þátttakendurnir á útgáfutónleika norðfirsku rokksveitarinnar Coney Island Babies.

Æft var á tveimur stöðum, í Neskaupstað og á Egilsstöðum og voru átta kennarar sem aðstoðuðu krakkana, miðluðu af reynslu sinni og spiluðu með þeim þar sem þurfti. 

Myndir: Sigríður Þrúður Þórarinsdóttir
 
img_1079_web.jpgimg_1068_web.jpgimg_1055_web.jpgimg_1025_web.jpgimg_1022_web.jpg
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.