Skip to main content

Eflir leitarmöguleika á sjó og landi

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. júl 2009 11:21Uppfært 08. jan 2016 19:20

TF-SIF er ný flugvél Landhelgisgæslunnar og kom hún til landsins í fyrradag. Hún eflir mjög leit á sjó og landi því tæknibúnaður vélarinnar getur greint umhverfi með öflugum hætti.

tf-sif.jpg

 

Á sviði almannavarna skapast með vélinni nýir möguleikar við að greina breytingar á landslagi svo sem hæðarlínur í jöklum, eldfjöllum og snjóalögum. Þetta hefur mikið að segja vegna fyrirbyggjandi aðgerða og rannsókna á sviði almannavarna. Þá opnast með vélinni nýir möguleikar hvað varðar sjúkraflug á Íslandi og milli landa.

Jafnframt eflast með hinni nýju vél, möguleikar Landhelgisgæslunnar á meira samstarfi við nágrannaríki um eftirlit, leit, björgun og auðlindagæslu á hafsvæðinu við Norður-Atlantshaf.

Mynd: TF-SIF/Landhelgisgæslan