Eflir leitarmöguleika á sjó og landi

TF-SIF er ný flugvél Landhelgisgæslunnar og kom hún til landsins í fyrradag. Hún eflir mjög leit á sjó og landi því tæknibúnaður vélarinnar getur greint umhverfi með öflugum hætti.

tf-sif.jpg

 

Á sviði almannavarna skapast með vélinni nýir möguleikar við að greina breytingar á landslagi svo sem hæðarlínur í jöklum, eldfjöllum og snjóalögum. Þetta hefur mikið að segja vegna fyrirbyggjandi aðgerða og rannsókna á sviði almannavarna. Þá opnast með vélinni nýir möguleikar hvað varðar sjúkraflug á Íslandi og milli landa.

Jafnframt eflast með hinni nýju vél, möguleikar Landhelgisgæslunnar á meira samstarfi við nágrannaríki um eftirlit, leit, björgun og auðlindagæslu á hafsvæðinu við Norður-Atlantshaf.

Mynd: TF-SIF/Landhelgisgæslan

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.