Efling samvinnu á Seyðisfirði

Menntamálaráðuneytið hefur lagt til fjármagn í a.m.k. eitt ár til að gera skrifstofu ferða- og menningarmála, Tækniminjasafni Austurlands, Skaftfelli, miðstöð myndlistar á Austurlandi og Miðstöð menningarfræða á Austurlandi kleift að ráða sameiginlegan starfsmann sem vinni að aukinni samvinnu stofnananna. Tillagan er hluti af ráðstöfun sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til með hliðsjón af skýrslu nefndar um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Austurlandi og Norðurlandi eystra. Til starfans hefur verið ráðin Árný Bergsdóttir, ferðamálafræðingur. Starfsstöð hennar er á bæjarskrifstofu Seyðisfjarðarkaupstaðar.

rn_bergsdttir.jpg

-

Mynd: Árný Bergsdóttir/sfk

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.